Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4882 svör fundust

Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti?

Af og til koma fréttir utan úr heimi af því að verið sé að reyna að aðskilja síamstvíbura. Þetta vekur greinilega forvitni margra því Vísindavefnum berast oft spurningar um síamstvíbura í kjölfar slíkra frétta. Hér er því einnig svarað spurningum um síamstvíbura frá: Klemens Ágústssyni (f. 1992), Hrefnu Þráinsdót...

Nánar

Hvað er stærsti maður í heimi stór?

Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er Robert Pershing Wadlow. Hann fæddist í Alton í Illinoisfylki í Bandaríkjunum þann 22. febrúar 1918. Wadlow gnæfir yfir samnemendur sína við útskrift úr framhaldsskóla árið 1936 Í fyrstu var fátt sem benti til þess að Wadlow yrði frábrugðinn öðrum börnum því við fæð...

Nánar

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...

Nánar

Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?

Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland. Alas...

Nánar

Hvar eru eyrun á froskum?

Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...

Nánar

Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?

Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...

Nánar

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

Nánar

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?

Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum. Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndu...

Nánar

Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?

Spyrjandi bætir síðan við:Hver fann þetta upp og hvenær? Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna. Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvar...

Nánar

Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?

Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það ...

Nánar

Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?

Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrst...

Nánar

Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?

Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu. Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýs...

Nánar

Hvað eru ninjur?

Orðið ninja merkir sá sem iðkar ninjutsu en það er heiti á austurlenskri bardaglist sem hægt er að þýða sem 'list hins ósýnilega'. Ninjur voru félagar í japönskum leynisamtökum sem stofnuð voru fyrir árið 1500. Þær voru aðallega njósnarar, en líklega voru þær einnig fengnar til að ráða menn af dögum og vinna ýmis ...

Nánar

Fleiri niðurstöður